: Victoria Holt
: Kastalagreifinn
: SAGA Egmont
: 9788728037119
: Gotneskar ástarsögur
: 1
: CHF 6.20
:
: Erzählende Literatur
: Icelandic
: 192
: Wasserzeichen
: PC/MAC/eReader/Tablet
: ePUB
Frá því Dallas Lawson hittir hinn heillandi og alræmda de la Talle greifa, veit hún að ekkert mun verða eins og áður. Kastalinn sjálfur hefur einnig dularfull áhrif á Dallas, en hann er djúpt inni í vínhéruðum Frakklands og segir sagan að þar sé reimt. Dallas er staðráðin í að ljúka ævistarfi föður síns; vinna við endurbætur á ómetanlegum málverkum í kastalanum. Hún sogast hins vegar inn í dularfulla leyndardóma - bæði sem varða kastalann og eiganda hans. Fljótt er ljóst að ekki aðeins málverkin í kastalanum þarfnast blíðu og umhyggju. Þegar Dallas hnýtur um gamalt leyndarmál þróast aðstæður yfir í að verða örlagaríkar, bæði fyrir de la Talle fjölskylduna og Dallas sjálfa. Getur hún treyst franska greifanum? Og voru það örlögin sem ráku hana í fangið á honum, eða var það eitthvað mun óhugnanlegra ... ? idden /title /head body center h1 403 Forbidden /h1 /center /body /html

Victoria Holt er eitt höfundarnafna Eleanor Alice Burford Hibbert. Hún fæddist í Bretlandi árið 1906 og lést 1993 og ritaði um 200 sögulegar skáldsögur um ævina undir hinum og þessum höfundarnöfnum, allt eftir umfjöllunarefni sagnanna. Meðal annarra höfundarnafna hennar eru Jean Plaidy og Philippa Carr. Verk hennar hafa unnið til verðlauna, verið þýdd á fjölda tungumála og hafa selst í yfir 50 milljón eintökum um allan heim.

1. KAFLI


Þegar lestin rann inn á stöðina, sagði ég enn við sjálfa mig: „Það er ekki of seint. Þú getur jafnvel snúið við núna.“

Á leiðinni — ég hafði farið yfir Ermasund í nótt og verið allan daginn á ferðinni — hafði ég verið að safna kjarki, reynt að fullvissa mig um, að ég væri enginn stelpukjáni, heldur skynsöm kona, sem hefði tekið ákvörðun um, hvað gera skyldi og framfylgdi því. Hvað gerðist, þegar ég kæmi til kastalans, væri undir öðrum komið, en ég ákvað með sjálfri mér að koma virðulega fram og ekki láta sjá á mér örvæntingarákefðina; fela það fyrir þeim, að skelfingin glotti við mér, þegar ég hugsaði um, hver framtíð mín myndi verða, ef þau höfnuðu mér. Ég skyldi ekki láta nokkurn mann sjá, hve mikils virði þetta verkefni væri mér.

Í fyrsta skipti á ævinni fannst mér útlit mitt mér í hag. Ég var tuttugu og átta ára og eftir að hafa ferðast alla nóttina, leit ég vissulega ekki yngri út, í hagkvæmri en alls ekki skrautlegri ferðakápunni minni. Ég var ógift og hafði oft heyrt minnzt á mig sem ,piparmey‘. Mér gramdist það, því að í því fólst, að aðalástæðan fyrir tilveru konunnar væri sú, að hún ætti að þræla í þjónustu einhvers karlmanns. Ég vildi afsanna það og fannst ég einmitt vera að því.

Lestin stöðvaðist og ég tíndi út farangur minn. Það voru eiginlega allar mínar eigur — fatnaður minn og verkfæri þau, sem ég þurfti við starf mitt.

Aðeins einn burðarmaður var á brautarpallinum. Ég sá, að hann gaf mér auga. Þegar hann gekk fram til að flauta, að lestin mætti fara aftur, kom gamall maður skokkandi inn á pallinn.

„Hér, Jósef!“ kallaði brautarvörðurinn og benti á mig með höfðinu.

Jósef leit á mig og hristi höfuðið. „Karlmaður,“ sagði hann.

„Eruð þér frá Chateau Gaillard?“ spurði ég á frönsku, sem ég talaði fullkomlega. Móðir mín hafði verið frönsk og þegar við vorum tvær einar, talaði hún oftast við mig á frönsku.

Jósef gekk til mín, með opinn munn og vantrú í augunum.

„Já, ungfrú, en . . .“

„Þá eruð þér að sækja mig.“

„Ungfrú, ég á að sækja herra Lawson.“ Nafnið olli honum erfiðleikum.

Ég brosti og reyndi að bregða yfir mig kæruleysi og benti á merkin á farangri mínum: D. Lawson. Svo gerði ég mér ljóst, að Jósef kynni sennilega ekki að lesa og sagði: „Ég erMademoiselle Lawson.“

„Frá Englandi?“

Ég fullvissaði hann um, að svo væri.

„Mér var sagt, að það væi ensk kona.“

„Það er einhver misskilningur. Það er ensk kona.“

Hann klóraði sér í höfðinu. „Ættum við ekki að halda af stað?“ sagði ég. Brautarvörðurinn kom, og þeir litu hvor á annan. Ég sagði ákveðin: „Gerið svo vel að láta farangur minn í þetta . . . farartæki, og við leggjum af stað til hallarinnar.“

Loksins lögðum við af stað. „Er langt til hallarinnar?“ spurði ég.

„Um tveir kílómetrar, ungfrú.“

Við ókum um frjósamt vínræktarland, framhjá smáborg og svo sá ég kastalann í fyrsta skipti. Ég mun aldrei gleyma þeirri stundu. Skynsemi mín gufaði upp og ég gleymdi öllum mínum erfiðleikum. Ég hló hátt og sagði: „Mér er sama hvað gerist. Ég er fegin því, að ég kom.“

Til allrar hamingju hafði ég talað ensku, sem Jósef skildi ekki. „Svo að þetta er Chautau Gaillard!“

„Þetta er kastalinn, Mademoselle.“

„Ekki eini Gaillard-kastalinn í Frakklandi. Ég þekki hinn í Normandí. Þar sem Ríkharður ljónshjarta var fangi.“ Jósef muldraði eitthvað og ég flýtti mér að bæta við: „Rústir eru skemmtilegar, en kastalar, sem hafa verið varðveittir öldum saman, eru það þó langtum fremur.“

„Gamlichateau-inn hefir stundum sloppið naumlega. Já, á Ógnartímanum var hann næstum því eyðilagður.“

„Það var heppilegt, að svo varð ekki!“ Ég heyrði tilfinninguna í rödd minni og vonaði, að Jósef hefði ekki heyrt það. Ég var töfruð af kastalanum.

Ég sökkti mér niður í að virða fyrir mér þetta stórkostlega verk fimmtándu aldar byggingarlistar. Ég gat tímasett það svo að ekki skakkaði nema einum eða tveim áratugum. Faðir minn hafði verið sérfræðingur í gömlum húsum og ég hafði lært mikið af honum. Byggt hafði verið við hann á sextándu og sautjándu öld, en það hafði ekki skemmt heildarsvipinn, heldur þvert á móti. Ég sá hringturnana, sem afmörkuðu aðalbygginguna. Aðalstiginn myndi vera þarna í marghyrnda turninum. Sterklegir turnarnir og útskotin sýndu, að hann hafði verið byggður til varnar. Ég áætlaði þykkt veggjanna með mjóum gluggaraufunum. Vissulega öflugt virki.

Jósef gamli var eitthvað að segja og ég hrökk upp úr hugleiðingum mínum.

„Já,“ sagði hann. „Það breytist ekki mikið í kastalanum. Monsieur le Comte sér um það.“

Monsieur le Comte. Það var hann, sem ég átti að mæta. Ég hugsaði mér hann yfirlætislegan aðalsmann, einn af þeim, sem hefði ekið um París á leið til fallöxarinnar í kerru sinni með kæruleysislegan yfirlætissvip á andlitinu. Hann átti að bannfæra mig.

„Hlægilegt,“ myndi hann segja. „Kvaðning mín var til föður yðar. Þér farið strax aftur.“

Það yrði þýðingarlaust að segja, að ég væri jafn fær og faðir minn hafði verið. Já, í rauninni vissi ég meira um gömul málverk en hann. Hann lét mér alltaf eftir þá hlið málanna. Mig langaði til að spyrja Jósef um le Comte, en auðvitað gat ég það ekki. Ég varð bara að láta mér nægja að velta málunum fyrir mér, unz ég hitti hann. Ég var með beiðni hans í vasanum. Beiðni — það var ekki rétta orðið. Monsieur le Comte myndi ekki biðja; hann myndi kveðja til sín eins og konungur.

Konungurinn í kastalanum. Monsieur le Comte de la Talle kallar D. Lawson til Chateau Gaillard til að gera við gömul málverk, eins og áður var um samið. Jæja, ég var Dallas Lawson, og ef meiningin hafði verið að kveðja til Daniel Lawson, þá gat ég svarað því til, að Daniel Lawson væri dáinn fyrir tíu mánuðum og að ég, dóttir hans, héldi áfram starfi hans.

Ég hafði gengið í listaskóla og þar lenti ég í ástarævintýri, sem fór út um þúfur. Eftir það helgaði ég mig móður minni, sem var öryrki, og lærði hjá föður mínum. Þegar hún dó, ekki löngu síðar sökkti ég mér niður...