: Victoria Holt
: Örlög á Matelandsetrinu
: SAGA Egmont
: 9788728037126
: Gotneskar ástarsögur
: 1
: CHF 6.20
:
: Erzählende Literatur
: Icelandic
: 212
: Wasserzeichen
: PC/MAC/eReader/Tablet
: ePUB
Frá því Suwellen sá Matelandsetrið fyrst vissi hún að hún myndi einhvern daginn búa þar. En hvernig getur óskilgetið barn nokkurn tímann uppfyllt þess háttar draum? Leyndardómsfullar aðstæður senda Anabel og Joel Mateland landflótta þvert yfir hnöttinn. Á eldfjallaeyju við strendur Ástralíu elst Suwellen dóttir þeirra upp og minningar um England virðast dofna. En þegar Susannah, hálfsystir Suwellen, kemur óvænt í heimsókn verða örlagaríkar breytingar á lífi þeirra allra. Susannah er eins og eldfjallið sem ríkir yfir eyjunni, hún fær gamla afbrýðissemi og ný átök til að gjósa upp. Þegar harmleikur verður kastast Suwellen inn í hættulegan blekkingavef. Heima á Englandi verður hún að bera grímu hinnar töfrandi konu - veikt dulargervi, sem kemur henni í lífshættu...-

Victoria Holt er eitt höfundarnafna Eleanor Alice Burford Hibbert. Hún fæddist í Bretlandi árið 1906 og lést 1993 og ritaði um 200 sögulegar skáldsögur um ævina undir hinum og þessum höfundarnöfnum, allt eftir umfjöllunarefni sagnanna. Meðal annarra höfundarnafna hennar eru Jean Plaidy og Philippa Carr. Verk hennar hafa unnið til verðlauna, verið þýdd á fjölda tungumála og hafa selst í yfir 50 milljón eintökum um allan heim.

ÞRJÁR ÓSKIR Í TÖFRASKÓGI


Ég er afkróuð. Ég er flækt í net, og það er mér lítil huggun, að ég hefi sjálf riðið það net. Þegar ég hugsa um, hve yfirgripsmikið það er, sem ég hefi aðhafzt, verð ég gripin óhugnanlegri skelfingu. Ég hefi hegðað mér illa, jafnvel glæpsamlega, og þegar ég vakna á morgnana hangir yfir mér dimmt ský og ég hugsa, hvaða ófarir þessi dagur muni færa mér.

Hve oft hefi ég ekki óskað eftir því, að ég hefði aldrei heyrt um Súsönnu, Esmond og öll hin — sérstaklega Súsönnu. Ég vildi, að ég hefði aldrei séð Mateland kastala bregða fyrir, svo göfugum og tignarlegum með voldugt hliðið, gráa veggina og brjóstvarnirnar, eins og meitlað út úr miðalda róman. Þá hefði ég aldrei látið freistast.

Í fyrstu hafði allt virzt svo auðvelt, og ég hafði verið örvingluð.

— Gamli djöfullinn við hlið þér freistar þín, hefði Cougaba gamla á Eldeyju sagt.

Það var satt. Djöfullinn hafði freistað mín og ég hafði látið undan. Þess vegna er ég hér í Mateland kastala, innikróuð og örvingluð, reyni að finna leið úr ástandi, sem verður hættulegra með hverjum deginum.

Það er löng saga — hófst raunar áður en ég fæddist. Það er saga foreldra minna; saga Súsönnu, ekki síður en mín.Ég var rétt orðin sex ára, þegar mér varð ljóst að eitthvað var óvenjulegt við mig.

Þá átti ég heima í Crabtree Cottage í þorpinu Cherrington. Kirkjan gnæfði yfir þorpinu og í miðju var tjörn, þar sem gömlu mennirnir sátu á góðviðrisdögum á trébekkjum og mösuðu. Þar var líka Maístöng og 1. maí kusu þorpsbúar Maídrottningu og þá var dásamleg skemmtun, sem ég var vön að horfa á milli rimlanna í rimlatjöldunum í stofunni, ef ég gat sloppið undan ströngum augum Ameliu frænku.

Amelia frænka og William frændi voru mjög trúuð, og sögðu, að það ætti að fjarlægja maístöngina og þá heiðnu siði, sem henni fylgdu. En ég var fegin því, að það var ekki skoðun okkar hinna.

Ó, hve ég þráði að mega vera þar með, grípa í eitt bandið og dansa kringum stöngina með hinum. Mér fannst, að það hlyti að vera hámark hamingjunnar að vera kosin Maídrottning. En til þess varð maður að vera sextán ára og ég var þá aðeins sex.

Ég sætti mig við sérkenni lífs míns og býst við, að svo hefði haldið áfram, ef ekki hefði verið vegna dylgna og höfuðbendinga í kringum mig. Einu sinni heyrði ég Ameliu frænku segja: — Ég veit ekki, hvort við gerðum rétt, William. Ungfrú Anabel bað mig og ég lét undan.

— En það eru peningarnir, minnti William hana á.

William fullvissaði hana um, að enginn gæti sagt, að þau hefðu syndgað.

— En við höfum öll þolað syndara, sagði hún.

William sagði, að ekki væri hægt að ásaka þau fyrir neitt. Þau hefðu gert það, sem þeim væri borgað fyrir og það gæti verið, að þau gætu bjargað sál úr logum vítis.

— Syndir feðranna koma niður á börnunum, minnti Amelia frænka hann á.

Hann bara kinkaði kolli og fór út í smíðaskúrinn, þar sem hann var að skera út jötu til að setja upp í kirkjunni á jólunum.

Mér fór að skiljast, að William frændi væri ekki jafn bundinn Guði og Amelia frænka. Hann brosti stundum — þó að það væri skakkt bros, eins og hann hálf skammaðist sín fyrir það, en það reyndi samt að brjótast fram. Og einu sinni, þegar hann sá mig vera að gægjast út um rimlagluggatjöldin á maískemmtunina, hafði hann farið út úr stofunni, án þess að segja nokkuð.

Auðvitað skrifa ég þetta löngu síðar, en ég held, að mér hafi mjög snemma orðið ljóst, að mikið var velt vöngum yfir mér í Cherrington. William frændi og Amelia frænka voru heldur ólíklegt fólk til að annast um barn.

Matty Grey, sem bjó í einum af kofunum og var vön að sitja fyrir utan dyrnar á heitum sumardögum, var talin sérstæður persónuleiki í þorpinu. Ég talaði við hana, hvenær sem ég gat. Hún vissi, að ég hafði gaman af því, og þegar ég nálgaðist, tísti í henni og feitur líkaminn hristist, en þannig hló hún. Hún kallaði þá til mín og sagði mér að setjast við fætur sér. Hún kallaði mig „veslings pödduna“ og bað Tom, sonarson sinn að vera góðan við Suewellyn litlu.

Mér féll vel við nafnið mitt. Það var dregið saman úr Susan Ellen Mér fannst það gott nafn. Sérstætt. Það voru margar Ellenar í þorpinu og svo var Susan, sem kölluð var Sue. En Suewellyn var einstætt.

Tom hlýddi ömmu sinni. Hann stöðvaði stríðni barnanna, þó að ég væri öðru vísi. Ég gekk í stúlknaskólann, sem rekinn var af dömu, sem hafði verið kennslukona á óðalssetri, þar sem hún hafði kennt heimasætunni, en þegar sú þurfti ekki lengur á kennslu að halda, leigði daman lítið hús skammt frá kirkjunni og stofnaði skóla, sem þorpsbörnin gengu í. Það var mislitur hópur, sem safnaðist í stofu ungfrú Brent og rispaði bókstafi í sandskúffur með spýtum og sönglaði margföldunartöfluna. Við vorum tuttugu á aldrinum fimm til ellefu ára og af öllum stéttum. Sum myndu hætta námi ellefu ára, en önnur halda áfram. En ég var sú eina, sem var óvenjuleg. Satt var það, að eitthvað var dularfullt við mig. Ég hafði birzt í þorpinu dag einn, þá þegar fædd. Koma flestra barna var margræddur atburður, löngu áður en einstaklingurinn birtist. Ég var frábrugðin. Ég bjó hjá hjónum, sem voru hvað ólíklegust til að annast um barn. Ég var alltaf vel klædd og stundum í flíkum, sem voru dýrari en efnahagur fósturforeldra minna leyfði.

Svo voru heimsóknirnar.Hún kom einu sinni í mánuði.

Hún var falleg. Hún kom í vagni frá brautarstöðinni og ég var send inn í stofuna til hennar. Ég vissi, að það var þýðingarmikil heimsókn, því að stofan var bara notuð við sérstök tækifæri — eins og þegar presturinn kom. Stofan var drungaleg og mér fannst eitthvað heilagt við hana. En þegarHún kom gerbreyttist stofan.Hún var dásamlega klædd, blússurnar með blúndum og knipplingum, pilsin síð og víð og litlir hattar með fjöðrum og borðum. Hún sagði alltaf: ,Halló, Suewellyn!‘ eins og hún væri hálf feimin við mig. Svo rétti hún fram höndina og ég hljóp til og greip hana og hún tók mig í fang sér og skoðaði mig svo vandlega, að ég hugsaði, hvort skiptingin í hárinu væri bein, eða hvort ég hefði gleymt að þvo mér bak við eyrun.

Hún spurði mig margs um sjálfa mig og þegar ég var farin að lesa, varð ég...