1. KAFLI
Eftir að ég fór til Pendorric furðaði ég mig oft á því, að tilvera manns gæti breytzt svo skyndilega, svo gersamlega. Ég hafði heyrt lífinu líkt við hverfimyndsjá og þannig birtist mér það; í fyrstu friðsælt og ánægjulegt, en svo hafði myndin tekið að breytast, fyrst eitt atriði og svo annað, unz hún var ekki lengur friðsæl, heldur ógnandi. Ég hafði gifzt manni — umhyggjusömum, elskandi, nærgætnum; en nú var eins og ég hefði gifzt ókunnum manni.
Ég sá Roc Pendorric í fyrsta skipti einn morguninn, þegar ég kom neðan frá ströndinni og rakst á hann inni hjá föður mínum. Hann hélt á terracottastyttu, sem ég hafði verið fyrirmynd að, þegar ég var sjö ára. Ég mundi vel, þegar faðir minn gerði hana, fyrir ellefu árum. Hann sagði alltaf, að hún væri ekki til sölu.
Tjöldin höfðu ekki enn verið dregin fyrir gluggana og í sterkri sólarbirtunni sýndust mennirnir tveir algerar ándstæður: faðir minn svo ljós og ókunni maðurinn dökkur. Hér á Capri var faðir minn oft kallaður Angelo, vegna bjarts yfirbargðs sins og svikalauss ástúðleika. Ef til vill var það þess vegna, sem mér virtist hinn ókunni svo dökkur og alvarlegur.
— Ó, hér kemur dóttir mín, Favel, sagði faðir minn, eins og þeir hefðu verið að tala um mig.
Þeir risu báðir á fætur og sá ókunni gnæfði yfir föður minn, sem var meðalmaður. Hann tók hönd mina, og löng, dökk augu hans virtu mig fyrir sér, eins og þau væru að reyna að reikna eitthvað út. Hann var grannur og sýndist því enn hærri. Í vökulum augum hans var blik, sem mér fannst benda til þess, að hann leitaði einhvers, sem vekti honum kátínu og mér flaug í hug, hvort ekki vottaði fyrir illgirni í þessari kátínu. Í andlitinu birtust andstæður, munnurinn blíðlegur en jafnframt nautnalegur; kjálkarnir sterklegir; nefið benti til hroka og í augunum blikaði glettni, sem þó virtist blönduð hrekkjum. Ég held, að það, sem hafi hrifið mig mest í fyrstu var, að ég gat ekki alveg áttað mig á honum, og það tók mig langan tíma að kynnast því til fulls, hvem mann hann hafði að geyma.
Á þeirri stundu óskaði ég þess, að ég hefði klætt mig, áður en ég kom inn.
— Herra Pendorric hefur keypt vatnslitamyndina af Neapelflóanum, sagði faðir minn.
— Ég er fegin því, svaraði ég. — Hún er falleg.
Hann rétti fram litlu styttuna. — Það er þetta líka.
— Ég held ekki að hún sé til sölu, sagði ég.
— Hún er alltof dýrmæt, þykist ég vita, sagði hann og mér virtist hann bera mig saman við styttuna. — En ég hefi verið að reyna að fá listamanninn til að selja mér hana. Hann hefir hvorť eð er fyrirmyndina eftir.
Pabbi hló hjařtanlega, eins og ætíð, þegar viðskiptamenn komu, sem líklegir voru til kaups — þvinguðum hlátri. Pabbi hafði ætíð verið sælli að skapa listaverk sín en að selja þau. Meðan mamma lifði, hafði hún að mestu annazt söluna og eftir að ég kom heim úr skólanum fyrir fáum mánuðum, hafði ég tekið við. Pabbi hefði gjarnan gefið listaverkin og þarfnaðist skapstyrkrar konu til að lita eftir sér.
— Favel, geturðu ekki fært okkur drykk? spurði faðir minn.
Ég sagðist skyldu gera það, þegar ég hefði haft fataskipti. Ég fór í bláan léreftskjól og gekk síðan fram í litla eldhúsið. Þegar ég kom aftur inn í vinnustofuna, var pabbi að sýna manninum Venusar-styttu úr bronsi — einn af dýrustu gripum okkar.
Ef hann kaupir þetta, hugsaði ég, get ég borgað nokkra reikninga og ég ætla að ná peningunum, áður en pabbi fær tækifæri til að eyða þeim við spilaborðið eða rúlettuna.
Ég mætti augnatilliti Roc Pendorrics og fannst ég sjá glettnisblik í augum hans og hugsaði, að það hlyti að hafa sézt, hvert áhugamál mér væri, að hann keypti styttuna. En hann lagði hana frá sér, eins og hún gæti ekki haldið athygli hans, meðan ég væri viðstödd og mér gramdist að hafa truflað þá. Mér fannst hann hafa búizt við slíkum viðbrögðum hjá mér.
Hann fór að tala um eyjuna. Hann hafði komið daginn áður og var ekkert frainn að skoða sig um. En hann hafði heyrt um vinnustofu Angelos og þau dásamlegu listaverk, sem þar væri að fá og hafði því komið fyrst hingað.
Pabbi ljómaði af ánægju, en ég var ekki viss um, hvort ég ætti að trúa honum eða ekki.
— Og enn glaðari varð ég, þegar Angelo reyndist vera hr, Frederick Farington, sem talaði ensku eins og innfæddur, sem hann líka er. Ítalskan mín er hræðileg. Ungfrú Farington, viljið þér ekki benda mér á, hvað ég ætti að skoða hér?
Ég sagði honum frá þorpunum og hellunum og öðrum ferðamannastöðum. — En þegar ég kem aftur frá Englandi, finnst mér alltaf að landslagið og blámi sjávarins sé hin raunverulega fegurð eyjunnar.
— Það væri ánægjulegt að hafa félaga í slíkum skoðunarferðum, sagði hann.
— Eruð þér einn? spurði ég. — Það eru svo margir ferðamenn hér, að þér ættuð að geta fundið félaga — einhvern sem lika vill skoða sig um hér.
— Auðvitað verður nauðsynlegt að finna réttan félaga — einhvern sem þekkir eyjuna vel.
Hann gekk að Venusarstyttunni að handfjallaði hana á ný.
— Þér hafði áhuga fyrir henni, sagði ég.
Hann sneri sér að mér og virti mig jafn vandlega fyrir sér og styttuna áður. — Mjög mikinn áhuga, sagði hann. — Ég get ekki ákveðið mig. Má ég koma hingað aftur?
— Vitanlega, sögðum við pabbi bæði i einu.
Hann kom aftur. Oft og mörgum sinnum. Í sakleysi minu hélt ég fyrst að hann gæti ekki ákveðið sig, en svo hugsaði ég, að það væri vinnustofan, með sínu listamannsandrúmslofti, sem drægi hann að sér. Það olii mér þó áhyggjum, að ég var farin að hlakka til komu hans. Stundum þóttist ég viss um, að hann kæmi til að heimsækja mig, en stundum fannst mér það vitleysa og það olii mér hryggðar.
Þrem dögum eftir fyrstu heimsókn hans fór ég niður á eina baðströndina, og þar var hann. Við syntum saman og lágum svo í sandinum á eftir.
— Það var einhver að spyrja um Venusarstyttuna í Meining hans var morgun, sagði ég.
Augu hans ljómuðu af glettni. — Ó, ef ég missi af henni, get ég engum um kennt, nemasjálfum mér. Meining hans var fullkomlega skír og mér gramdist við hann. Af hverju ættum við að hafa vinnustofuna opna öllum, nema af því, að við viljum selja munina?
— Við myndum etti kæra okkur um, að þér keyptuð hana, nema þér hefðuð mikinn áhuga á henni.
— Ég kaupi aldrei neitt, nema ég hafi áhuga...