Derringham Manor
Það var röð sorglegra atburða, sem leiddi mig til Chateau Silvaine. Faðir minn var skipstjóri, sem fórst með skipi sinu, þegar ég var fimm ára. Móðir mín, sem hafði búið við þægileg efni alla ævi, komst nú að því, að hún varð að vinna fyrir sér til að framfleyta lífinu. Eignalaus koná varð annaðhvort að bjarga sér með sópnum eða nálinni, sagði mamma, nema hún hefði menntun, sem hægt væri að hagnýta. Þar eð hún var í þeim flokki, hafði hún um tvennt að velja: kenna hinum ungu eða gerast lagsmær fyrir hinar eldri. Hún kaus hið fyrra.. Hún var skapstyrk, ákveðin að komast áfram, en með mjög takmörkuð fjárráð, svo að hún leigði lítið hús á setri Sir John Derringham í Sussex og stofnaði skóla fyrir ungar dömur.
Í nokkur ár veitti hann okkur lífsframfæri, þó að hann blómgvaðist ekki sérlega. Ég hafði verið nemandi og hlotið prýðlega menntun hjá móður minni — hugmyndin frá upphafi var sú, að ég hjálpaði til við kennsluna, þegar tímar liðu, og það hafði ég gert síðustu þrjá mánuðina.
— Þetta ætti að skapa þér góða möguleika, Minella, sagði móðir mín.
Hún hafði skirt mig Wilhelminu, eftir sjálfri sér. Nafnið átti vel við hana, en mér fannst það aldrei hæfa mér. Ég var kölluð Minella sem barn og nafnið festist.
Ég held, að mesta ánægja móður minnar ať skólanum hafi verið, að hann veitti mér lífsframfæri. Derringham-stúlkurnar, Sybil og Mary, voru nemendur og það þýddi, að aðrar fjölskyldur sendu dætur sínar. Það sparaði kennslukonu heima. Þegar gestir komu til Derringham Manor og börnin með þeim, urðu þau nemendur meðan á dvölinni stóð.
Sir John var rausnarlegur og elskulegur maður, áhugasamur að hjálpa konu sem hann dáði, eins og mömmu. Hann átti mikið land, vökvað af lítilli en mjög fallegri á, sem full var af silungi. Margir ríkir menn — sumir frá hirðinni — komu til að fiska, skjóta fasana eða stunda veiðar á hestum. Þetta voru mikilsverðir timar fyrir okkur, því að orðspor skóla mömmu barst út meðal kunningja Sir Johns, og fjölskyldur, sem vildu taka börn sín með sér, gátu það, því að börnin gátu stundað nám í skóla mömmu. Þessi börn, sem komu til okkar í skamman tíma, voru, eins og mamma sagði, smjörið á brauðið okkar. Við gáturri lifað á því, sem föstu nemendurnir greiddu, en auðvitað var tekið hærra gjald af svona aukanemendum — svo að þeir voru velkomnir. Ég er viss um, að Sir John hefir vitað þetta, því að hann hafði svo mikla ánægju af að útvega þá.
Svo kom dagurinn, sem átti eftir að reynast svo mikilsverður fyrir mig. Það var þegar franska fjölskyldan Fontaine Delibes kom til dvalar að Derringham Manor. Comte Fontaine Delibes var maður, sem mér geðjaðist strax illa að. Hann virtist ekki aðeins yfirlætislegur og hrokafullur, heldur virtist hann skera sig úr öllum mannlegum verum vegna yfirburða sinna á allan hátt. Contessan var öðru visi, en lítið sást til hennar. Hún hlýtur að hafa verið fögur í æsku — ekki svo að hún væri gömul nú, en í vanþroska mínum leit ég á alla yfir þrítugt sem gamla. Margot var þá sextán ára. Ég var átján. Ég heyrði síðar, að Margot hefði fæðzt ári eftir giftingu greifahjónanna, þegar greifafrúin var aðeins sautján ára. Raunar uppgötvaði ég heilmikið um hjónabandið hjá Margot, sem auðvitað hafði verið send í skólann til okkar, vegna velvilja Sir Johns.
Við Margot löðuðumst hvor að annarri frá upphafi. Það kann að hafa stafað af því, að ég hafði sérlega tungumálahæfileika og gat masað við hana á frönsku, mun auðveldar en móðir mín (þó að hún væri betri í málfræðinni) og betur en Sybil og Maria, en um þær sagði móðir min að framfarir þeirra í frönsku væru fremur í ætt við skjaldböku en héra.
Í samtölum okkar kom í ljós, að Margot var ekki viss um, hvort hún hataði eða elskàði föður sinn. Hún játaði að óttast hann. Hann stjórnaði heimili sinu í Frakklandi og öllu nágrenninu, sem hann virtist eiga, eins og lénsherra frá miðöldum. Allir virtust óttast hann talsvert. Hann gat stundum verið mjög kátur og rausnarlegur, en aðal einkenni hans virtist vera hve óútreiknanlegur hann var. Margot sagði mér, að hann gæti látið húðstrýkja þjón annan daginn, en gefið honum svo fulla pyngju af peningum þann næsta. Ekki þannig, að þessi tvö atvik væru á nokkurn hátt tengd. Hann iðraðist aldrei neinna grimmdarverka — eða sjaldan — og góðvild hans stafaði ekki af iðrun. „Aðeins einu sinni,“ sagði Margot dularfull og þegar ég reyndi að spyrja, þagði hún. Hún bætti því við með stolti, að faðir hennar væri kallaðurLe Diable (Djöfullinn), auðvitað á bak.
Hann var mjög laglegur á dökkan, djöfullegan hátt. Svipur hans var í samræmi við það, sem ég hafði heyrt um hann. Ég sá hann í fyrsta skipti nálægt skólahúsinu. Sitjandi á svörtum hesti var hann sannarlega líkur einhverri þjóðsagnapersónu. Fjandinn á hestbaki, skýrði ég hann á stundinni og í langan tíma hugsaði ég um hann með þessu nafni. Hann var glæsilega klæddur. Frakkar voru auðvitað sérlega vel klæddir og þó að Sir John væri óaðfinrianlegur í klæðnaði gat hann engan veginn staðizt samanburð við Djöflägreifann. Skyrtukragi Djöflagreifans var hafsjór af fínustu knipplingum, eins og líningarnar um úlnliðina. Jakkinn var flöskugrænn og reiðhatturinn einnig. Hann var með hárkollu úr sléttu, hvítu hári og það glitti lítillega á demanta í knipplingunum um háls hans.
Hann veitti mér enga athygli, svo að ég gat staðið og glápt á hann.
Auðvitað var móðir mín aldrei gestur í Derringham Manor. Jafnvel hinn frjálslyndi Sir John myndi ekki láta sig dreyma um að bjóða skólastýru í heimboð, og þó að hann væri alltaf kurteis og hugulsamur (það var eðli hans), vorum við engan veginn taldar jafningjar þjóðfélagslega.
Þrátt fyrir það var hvatt til þess að við værum saman, þar eð það var talið gott fyrir enskunám hennar og þegar foreldrar hennar sneru heim til Frakklands, varð hún eftir. Við urðum mjög góðar vinkonur og einn daginn var ég boðin til Derringham Manor í te.
Á stóru flötinni framan við gamla herrasetrið var sólúr og ég gat ekki á mér setið að skoða það. Á því var áletrun, mjög máð og letrið flúrað, svo að ég gat aðeins lesið fyrstu orðin. „Njótið hverrar stundar“. Ég reyndi að núa burt grænan mosann með fingrinum, en mér til gremju fékk ég einungis grænan blett á fingurinn. Mömmu myndi ekki lika það. Auðvitað ætti ég að koma alveg tandurhrein...