: Victoria Holt
: Töfrar hvíta kastalans
: SAGA Egmont
: 9788728037164
: Gotneskar ástarsögur
: 1
: CHF 6.20
:
: Erzählende Literatur
: Icelandic
: 208
: Wasserzeichen
: PC/MAC/eReader/Tablet
: ePUB
Nora Tamsin er sjálfstæð og viljasterk ung kona. En eins og aðrar ungar, ógiftar konur á viktoríutímanum í Englandi er hún fjárhagslega háð föður sínum. Þegar faðir hennar deyr tekur viðskiptafélagi hans við forræði Noru. Charles Herrick er gjarnan kallaður 'gaupan' vegna þess hve sérstætt augnaráð hans er, en Nora lærir fljótt að nafnið á vel við hann á fleiri en einn hátt. Ásamt syni Charles, Stirling, ferðast þau til Ástralíu í leit að gulli, eins og svo margir aðrir á þessum tíma. En Nora áttar sig á að Charles er heltekinn hefndarþrá og er með áform um að taka yfir hinn svokallaða 'hvíta kastala' heima á Englandi. Til að bæta gráu ofan á svart verður Nora ástfangin. En hvor Herrick-feðganna á hjarta hennar? Og hversu langt er Charles Herrick tilbúinn að ganga til að ná fram hefndum?-

Victoria Holt er eitt höfundarnafna Eleanor Alice Burford Hibbert. Hún fæddist í Bretlandi árið 1906 og lést 1993 og ritaði um 200 sögulegar skáldsögur um ævina undir hinum og þessum höfundarnöfnum, allt eftir umfjöllunarefni sagnanna. Meðal annarra höfundarnafna hennar eru Jean Plaidy og Philippa Carr. Verk hennar hafa unnið til verðlauna, verið þýdd á fjölda tungumála og hafa selst í yfir 50 milljón eintökum um allan heim.

NÓRA


Jafnvel þegar ég stóð á þilfarinu ogCarron Star lagði frá bryggjunni, varð ég að halda áfram að sannfæra mig um, að ég væri raunverulega að yfirgefa England, að ég væri að brjóta alíar brýr að baki mér og halda á vit hins ókunna. Ég stóð þarna í köflóttri kápu, sem flaksaðist til og sýndi hagkvæmt pils úr sama efni, stráhatt bundinn undir höku með gráum chiffon klút, sautján ára gömul, á leið hinum megin á hnöttinn ásamt manni, sem ég hafði hvorki heyrt um né séð fyrir mánuði.

Fólk veifaði vinum og ættingjum, en enginn veifaði mér. Ég var ein — með umráðamanni minuiri, Stirling. Hann stóð við hlið mér við borðstokkinn, og ég fann hlýja, ánægjulega öryggistilfinningu. Ég vissi, að ég hafði nú snúið frá öllum ömurleikanum, sem ég hafði búið við undanfarnar vikur. Ég hafði misst þann, sem ég unni umfram allt. En Stirling var hér við hlið mér — „vörður" minn, umráðamaður minn, sagði hann, þó að það væri ekki alveg rétt. En mér féll það vel.

Ég held, að frá þeirri stundu hafi mér fundizt, að við Stirling værum ætluð hvort öðru.

En það er ekki upphafið. Líklega ætti ég að byrja á fæðingu minni, því að þar byrja allar sögur — en raunverulega byrja þær fyrr. Ég reyndi að ímynda mér forleikinn, en það var erfitt, af því að ég þekkti aldrei móður mina. Hún hafði yfirgefið mig þegar ég var ársgömul.

Líf mitt með föður minum, Thomas Tamasin, var ánægjulegt. Mér fannst nóg að við værum tvö. Þriðji aðilinn var óþarfur. Við töluðum aldrei um móður mina. Það var svo margt annað að ræða. Það voru hugmyndir hans um að verða ríkur — aðallega til að eyða peningunum aftur. Hann var sífellt með einhverjar áætlanir eða uppfinningar. Hann ætlaði að finna upp eitthvað, sem gerbreytti daglegu lífi milljóna manna. Ég var hrifin af uppfinningunum, af því að þá var hann heima að vinna við þær og það var þægilegt að vita af honum þar. Ég sat þá hjá honum og við ræddum tímum saman um, hvað við ætluðum að gera, þegar einhver uppfinning hans hlyti viðurkenningu. En því miður reyndust uppfinningar hans einskis virði, svo að gróðinn varð enginn. Hann reyndi líka matjurtaræktun og um tíma bjuggum við uppi í sveit, en hann vildi stöðugt vera með tilraunir, reyna eitthvað nýtt, svo að afurðirnar dugðu ekki fyrir kostnaði.

— Þegar skip mitt kemur að landi… sagði hann og þá byrjuðum við uppáhalds leik okkar. Við sigldum í huganum um heiminn, fundum staði á kortinu og sögðum: „Þangað förum við." Við vorum alltaf saman í þessum ferðum og sömdum alls konar ævintýri. Hann vildi auðgast fljótt.

Hann hafði erft dálítið fé og það lagði hann til hliðar til menntunar mér. Það sýndi umhyggju hans fyrir mér. Hann vildi að ég sækti hina beztu skóla. Ég sagðist einungis vilja vera með honum. Hann sagði, að svo skyldi vera, en meðan hann safnaði auðævum, skyldi ég sækja skóla. Ég fór í ýmsa skóla og lærðist fljótt að forða mér þaðan.

Það var eftir fimmtánda afmælisdag minn að hann ákvað að leita gulls. Það væri bezta tækifærið — kraftaverk. Hann færi til Ástralíu.

Ég væri enn of ung til að fara með, sagði hann. Hann hefði fundið góðan skóla, unz hann kæmi aftur, sem yrði fljótlega. Hann taldi mig á að fara til Danesworth House. — Aðeins fáeinar vikur, Nóra. Þá höfum við fullar hendur fjár

Ég fór í skólann, en hann sigldi yfir hafið. Skólinn var þreytandi. Ég var ekki jafn smeyk við ungfrú Emily og ungfrú Grainger og flestir nemendur þeirra. Ég stóð mig vel og forðaðist vandræði. Ég beið aðeins eftir kallinu…

Bréfin komu reglulega. Ég vissi, að hversu þreyttur sem hann var eftir erfiði dagsins, mundi hann ætíð að ég beið í ofvæni eftir bréfi. Hann skrifaði mér frá öllum viðkomuhöfnum á leiðinni og lýsti ferðinni og samferðamönnunum, svo að ég sá það ljóslifandi fyrir mér. Síðan lýsti hann landinu, umhverfinu, samstarfsmönnunum og tækjum og tólum, sem hann notaði.

Ég fann, að hann elskaði þetta líf. Ég hefði verið fullkomlega hamingjusöm, ef ég hefði getað verið með honum. Mánuðir liðu. Hann fór á ný svæði, sem hann var sannfærður um, að væru auðug. Bjartsýni hans brást aldrei. Hann var alltaf að því kominn að finna gullæð.

Svo breyttist tónninn í bréfum hans. Hann hafði kynnzt Gaupunni.

„Gauparí er óvenjulegasti maður, sem ég hefi kynnzt. Við drógumst hvor að öðrum frá því fyrsta. Ég hefi ákveðið að gerast félagi hans. Hann gerþekkir landið, hefir verið hér í 34 ár. Ef þú sæir hann, myndirðu skilja, hvers vegna hann er kallaður Gaupan. Augu hans sjá allt. Þau eru blá — ekki himinblá — nei, nei. Þau eru eins og stál eða ís. Ég hefi aldrei vitað neinn, sem gat bælt menn með einu tilliti, eins og hann. Hann er stórkarlinn hér. Hann heitir Charles Herrick. Hann kom hingað sem fangi en á nú mestallt þetta svæði hér. Héreftir breytist allt. Nú verður þetta stórrekstur. Það er allt breytt — vegna Gaupunnar."

Ég hugsaði mikið um Gaupuna og var dálítið afbrýðisöm, af því að hann var svo fyrirferðamikill í bréfum föður mins. Faðir minn dáði hann. Og nú fór ég að skilja, hvílíka erfiðleika hann hafði átt við. Hann hafði aðeins sagt mér í bréfum sínum frá bjartari hliðunum.

„Gaupan er voldugur maður. Hann á mikið land, verzlun héraðsins og hótel í Melbourne. Hann hefir hundruð manna í vinnu. Hann er nokkurs konar kóngur, yfirstjórnandi, vinnuveitandi, einræðisherra. Hann er réttlátur, en hann vill ráða. Ég hefi aldrei fyrr bundizt néinum vináttu eins og við hann. Það var hamingjudagur, þegar ég kynntist honum. Ég hefi lagt allt mitt í félag við hann. Ég er viss um, að við munum finna ríka gullæð. En við vinnum með leynd svo að ekki steypist allir yfir okkur…"

Bréfin bárust nokkuð óreglulega, stundum mörg saman. Pabbi gat alltaf útskýrt dráttinn. Úr bréfunum gat ég lesið, að hve mikið sem hann vann og hvað sem gerðist, þá gleymdi hann mér aldrei né heldur lokatakmarkinu, sem var að við gætum verið saman.

Svo hættu bréfin að koma. í fyrstu var ég ekki áhyggjufull, en svo liðu vikur og ekkert bréf kom.

Tveir mánuðir liðu og ég var utan við mig af áhyggjum, og dag einn sendi ungfrú Emily eftir mér. Hún sagði, að engar greiðslur hefðu borizt um tíma ogauðvitað myndi ég ekki vilja lifa þar á ölmusu… Endirinn varð sá, að ég skyldi gerast nokkurs konar aðstoðarkennari. Ég var...